fáviti
þú leyfðir þér það að gera,
kuldi yfir mig fór
og ég þurfti þar að vera
frosin eins og snjór
eftir situr sár í mér
og þú komst upp með allt
býstu við að ég fyrirgefi þér?
nei, ekki svo einfalt
sofandi, vakandi, skiptir ei máli
þetta er líkaminn minn
lítill logi varð að miklu báli
það ert þú sem ert fávitinn
þú leyfðir þér það að gera,
ÞÚ skömmina munt bera
steinunn lóa lárusdóttir