30. mars 2025
Leikfélag MH og nemendur í MÍT sýna söngleikinn Diskóeyjan. Diskóeyjan er fönkskotinn diskósöngleikur, byggður á samnefndri hljómplötu Memfismafíunnar. Sagan og tónlistin er sköpuð af Braga Valdimari Skúlasyni, Óttarri Proppé og Guðmundi Kristni Jónssyni. Leikstjóri er Ástbjörg Rut Jónsdóttir, danshöfundur er Sóley Ólafsdóttir, söngstjóri er Gísli Magna og hljómsveitarstjóri er Agnar Már Magnússon.